Jan 012000
 

Guðmundur Sverrisson

Guðmundur Sverrisson
Tölvunarfræðingur & Grafískur hönnuður

Ég er opin fyrir öllum áhugverðum verkefnum á sviði upplýsingartækni, ég hef mikla reynslu af viðmótshönnun og hönnun notendauplifunar.

F.

</> Programing and development
Ég hef nýlega lokið námi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík / Háskólann á Akureyri. Lokaverkefnið var app þar sem almennir borgar geta skráð upplýsingar um umhverfi sitt og miðlað til vísinda rannsókna.

Vefhönnun
Ég hef hannað og tekið þátt í hönnun á útliti ýmissa vefsíðna. Oft á tíðum eru slík verkefni unnin í samvinnu við forritara á vegum söluaðila vefumsýsluforrita eða annarra tölvufyrirtækja.

WordPress er einföld og ódýr leið til að setja upp vefsíður og hef ég hannað nokkrar síður fyrir það kerfi og aðstoðað við uppsetningu þess.

Grafísk hönnun, Prenthönnun.
Logo, nafnspjöld, auglýsingar, bæklingar, umbrot ýmiskonar og þar eftir götunum.
Ég hef líka unnið að slíkum verkefnum.

Stjórnun, Stefnumótun, Markaðssetning.
Árið 2010 lauk ég þriggja anna námi í Rekstrar- og viðskiptafræði hjá Endurmenntun HÍ. Því lauk ég með ágætiseinkunn og varð „dúxinn”  í árganginum. Þetta var fjölbreytt nám sem innhélt kynning á fjölmörgu sem viðkemur stjórnum, svo sem Hagræði, Lögfræði, Reiknishald , … en líka fög sem vakti sérstakan áhuga minn svo sem Stefnumótun og Markaðssetningu.

Ég hef sérlegan áhuga á að víkka út reynsluheim minn á þessu sviði, er opin fyrir verkefnum þar sem ég get verið  til aðstoðar eða ráðgjafar.

Ferill
Ég útskrifaðist frá Grafískri hönnun úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1997, en rúmi ári seinni breyttist nafn þess skóla í Listaháskóli Íslands.
Á meðan því námi stóð var ég eitt ár ERASMUS skiptinemi við Académie Royale des Beaux-arts í Liège í Belgíu.

Eftir skólann lá leið mín til Strassborgar í Frakklandi, þar sem ég starfaði og var meðeigandi í  fyrirtækjum á sviði hönnunar og þróun á  margmiðlunarefni.

Árið 2004 fluttist ég til Parísar og var þar sjálfstætt starfandi um hríð, fluttist svo aftur til Reykjavíkur, og vann hjá Margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín frá árunum 2005 til 2008, var síðan sjálfstætt starfandi ásamt því að stunda Rekstrar- og viðskiptanám hjá Endurmenntun HÍ.

Frá apríl 2012 til loka 2016, var ég hjá Hugvit hf,  hugbúnaðar fyrirtæki sem gefur út og þróar skjala- og málastjórnunarkerfið GoPro. Þar eru verkefnin mín á sviði viðmótshönnunar og gerð markaðsefni.

2019 – 2021 aftur í nám !cv íslenska
Stundaði nám við tölvunarfræði með góðum árangri og hlakka til að takast á við krefjandi verkefni þar sem nýfengin þekking fær að njóta sín.

Ég er í leit að spennandi verkefnum